Saga Brauðgerðar Kristjáns

Saga bakarísins er í stuttu máli sú að 12. júní 1912 stofnaði Kristján Jónsson Brauðgerð Kr. Jónssonar á Akureyri. Fyrst í stað var bakaríið til húsa að Strandgötu 41 á Akureyri, sem jafnframt var heimili Kristjáns, en var síðar flutt tveimur húsum ofar við götuna, í Strandgötu 37. Kristján stóð sjálfur í rekstrinum í rúma fjóra áratugi eða allt þar til Snorri sonur hans tók við árið 1958.

Snorri var að mörgu leyti frumkvöðull í rekstri brauðgerða hérlendis svo sem í vélvæðingu og ýmsum tækninýjungum og enn þann dag í dag er Brauðgerð Kr. Jónssonar í fararbroddi hvað þetta varðar. Snorri rak brauðgerðina með miklum myndarbrag og eftir því sem árin liðu komu synir hans fjórir, þeir Kristján, Júlíus, Birgir og Kjartan, til liðs við hann.

Árið 1989 keyptu tveir þeir síðastnefndu hlut bræðra sinna og nokkru seinna hlut föður síns. Frá þeim tíma er fyrirtækið í eigu Birgis og Kjartans Snorrasona sem stýra rekstrinum í sameiningu. Mun Brauðgerð Kr. Jónssonar vera eitt elsta iðnfyrirtæki landsins sem frá upphafi hefur verið í eigu sömu fjölskyldu, sem fyrr segir.

Árið 2016 sameinast Kristjánsbakarí og Gæðabakstur undir einum hatti og við það jókst dreifing til Reykjavíkur á okkar frábæru kökur og tertur.

Slagorð Brauðgerðar Kr. Jónssonar & Co er "Merkið tryggir baksturinn".

Brauðgerðin rekur eigin brauðbúðir á Akureyri, í Hafnarstræti 108 og Hrísalundi 3, þar sem verksmiðjuhúsið er og allur bakstur fer fram.